Jafntefli gegn Gróttu á Nesinu

Katla María vs Fram
Katla María vs Fram

Stelpurnar gerðu jafntefli gegn Gróttu á Seltjarnanesinu í dag, 22-22.

Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann og liðin skiptust á að hafa forystu í fyrri hálfleik, staðan í hálfleik var 13-13. Selfyssingar voru betri aðilinn í seinni hálfleik og voru klaufar að nýta sér ekki dauðafæri og víti betur í leiknum. Lokamínúturnar voru spennandi og komust Gróttustelpur yfir 22-21 þegar um innan við 2 mínútur voru eftir af leiknum. Selfoss náði að jafna leikinn en Grótta náði ekki að nýta sér síðustu sókn leiksins og létu þær leiktímann renna út í sandinn. Lokatölur 22-22. 

Stelpurnar eru því komnar upp í 2. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 9 umferðir, Fram U er tveimur stigum á undan og á leik til góða.

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 7, Tinna Sigurrós Traustadóttir 5, Agnes Sigurðardóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 1

Varin skot: Henriette Østergaard 10 (31%)

Fjallað er um leikinn á Sunnlenska.is.

Stelpurnar eru farnar í smá frí og því er næsti leikur ekki fyrr en þann 1. des. Þá mæta stelpurnar Stjörnunni U í Hleðsluhöllinni kl 19:30. Strákarnir eiga hins vegar leik gegn Fram á morgun, sunnudag, í Hleðsluhöllinni kl 19:30.


Katla María var markahæst í dag með 7 mörk.
Umf. Selfoss / Inga Heiða