Handboltafólk gerði upp veturinn á lokahófi

Verðlaunahafar á lokahófi hkd. Selfoss 2024
Verðlaunahafar á lokahófi hkd. Selfoss 2024

Mikið var um dýrðir þegar handknattleiksdeild Selfoss gerði upp veturinn á lokahófi á Hótel Selfoss um síðustu helgi.  Boðið var upp á hefðbundna dagskrá þar sem hinn lauflétti Ingvar Örn Ákason stýrði stuðinu.  Verðlaun og viðurkenningar, glæsilegt hlaðborð frá Riverside, skemmtidagskrá meistaraflokks karla, happdrætti, uppboð og kvöldinu svo lokað með Gunnari Geir trúbador áður en haldið var yfir götuna á Miðbar.

 


Heiðurshjónin Kristín Gunnarsdóttir og Jón Bragi Ólafsson voru útnefnd félagi ársins og munu því varðveita Hildarbikarinn næsta árið. Eins og formaður handknattleiksdeildar kom inn á í ræðu sinni á lokahófinu, þá væri útilokað að halda út öflugu starfi í íþróttalífinu á Íslandi án sjálfboðaliðans. Því er fólk eins og Kristín og Jón ómetanlegt fyrir hvaða félag sem er.

 

Ár hvert eru einstaklingsverðlaun veitt, hér eru verðlaunahafar lokahófs hkd. Selfoss 2024:

U-lið
Markakóngur - Patrekur Þór Guðmundsson, 97 mörk
Leikmaður ársins - Valdimar Örn Ingvarsson

Meistaraflokkur kvenna
Markadrottning - Perla Ruth Albertsdóttir, 157 mörk
Sóknarmaður ársins - Tinna Sigurrós Traustadóttir
Varnarmaður ársnins - Perla Ruth Albertsdóttir
Efnilegasti leikmaðurinn - Adela Eyrún Jóhannsdóttir
Baráttubikarinn - Hulda Dís Þrastardóttir
Leikmaður ársins - Katla María Magnúsdóttir

Meistaraflokkur karla
Markakóngur - Einar Sverrisson, 80 mörk
Sóknarmaður ársins - Tryggvi Sigurberg Traustason
Varnarmaður ársnins - Hannes Höskuldsson
Efnilegasti leikmaðurinn - Jason Dagur Þórisson
Baráttubikarinn - Jón Þórarinn Þorsteinsson
Leikmaður ársins - Einar Sverrisson

 


Katla María Magnúsdóttir og Einar Sverrisson voru valin leikmenn ársins.

 


Hér er svo hópurinn sem fékk leikjaviðurkenningar.

100 leikir
Haukur Páll Hallgrímsson
Richard Sæþór Sigurðsson
Rakel Guðjónsdóttir
Tryggvi Sigurberg Traustason
Sölvi Svavarsson
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir
Vilius Rasimas
Arna Kristín Einarsdóttir
Katla María Magnúsdóttir
Jón Þórarinn Þorsteinsson

200 leikir
Sverrir Pálsson

300 leikir
Örn Þrastarson