Selfoss vs Ribnica
Meistaraflokkur karla verður með í Evrópubikarnum á komandi keppnistímabili en liðið fékk keppnisrétt í keppninni með því að verða í 4. sæti í Olísdeildinni í vetur. Nokkur breyting verður á Evrópukeppnum hjá Evrópska handknattleikssambandinu og er Evrópubikarinn í raun arftaki Áskorendabikars Evrópu. Einnig verður svokölluð Evrópudeild sem er arftaki EHF-keppninnar, ásamt Meistaradeild Evrópu.
Selfoss hefur töluverða reynslu af þátttöku í Evrópukeppnum en liðið tók þátt bæði árið 2018 og 2019 og var árangur liðsins árið 2018 eftirtektarverður, en liðið var hársbreidd frá því að komast í riðlakeppni EHF-bikarsins. Sú þátttaka skilaði mikilli reynslu sem meðal annars nýttist hópnum í baráttunni við að landa Íslandsmeistaratitlinum árið 2019. Verkefnið er stórt og krefjandi og er góð samstaða stuðningsmanna og samfélagsins mikilvægur. Auk Selfoss fá Haukar og FH sæti í Evrópubikarnum og Valsmenn fá sæti í Evrópudeildinni.
Mynd: Meistaraflokkur karla eftir frækin sigur gegn Ribnica í Evrópukeppninni 2018.