Valur U - Selfoss 1. deild
Selfoss sigraði U-lið Vals á Hlíðarenda í kvöld, 25-22.
Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik, jafnt á nánast öllum tölum en Valur þó alltaf hænufetinu á undan. Undir lok hálfleiksins náðu Selfyssingar nokkrum góðum stoppum í vörninni en virtist fyrirmunað að komast yfir. Það mark kom þó að lokum og eftir það litu gestirnir varla um öxl, komu muninum strax í tvö mörk og voru í raun óheppnar að leiða ekki með þremur í hálfleik, staðan í hálfleik 13-15.
Selfyssingar leiddu allan síðari hálfleikinn, komust fljótt fjórum mörkum yfir og leiddu með 4-5 mörkum allt til leiksloka. Sigur staðreynd í fyrsta leik ársins í Grill 66 deildinni hjá stelpunum, 22-27.
Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 7/2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 6, Katla María Magnúsdóttir 6, Rakel Guðjónsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3. Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Henriette Østergaard 20 (47%).
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is.
Næsti leikur stúlknanna er gegn Víking sunnudaginn 19. janúar í Hleðsluhöllinni. U-lið Selfoss á leik í Hleðsluhöllinni á þriðjudaginn næsta kl. 19:45 gegn Aftureldingu U. Jafnframt minnum við á Softballmót Selfoss sem fram fer laugardaginn 18. janúar, það geta allir* verið með (*16 ára og eldri).
---
Stelpurnar léku flotta vörn stóran hluta leiksins og Henriette var frábær þar fyrir aftan.
Ljósmynd: Umf. Selfoss / ÁÞG