Sigur í síðasta leik

Hópmynd eftir síðasta leik
Hópmynd eftir síðasta leik

Stelpurnar léku sinn síðasta leik í Olísdeildinni á þessu tímabili í kvöld, en liðið sigraði HK í Digranesi með 6 mörkum, 24-30.  Stelpurnar skoruðu fyrsta mark leiksins, en HK jöfnuðu, en eftir 5 mínútur var staðan í síðasta skipti jöfn í leiknum, 2-2.  Selfoss stúlkur sigldu framúr jafnt og þét þar til munurinn var orðinn 5 mörk, hann hélst svo þannig síðustu mínútur fyrri hálfleiks.  Hálfleikstölur voru 11-16.  Í síðari hálfleik virtist sigurinn aldrei vera í hættu, munurinn fór upp í 8 mörk mest.  Þá komu HK stúlkur með áhlaup og náðu að minnka muninn niður í 3 mörk þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum.  Selfoss gaf þá aftur í  og endaði eins og áður sagði með sigri, 24-30.

Það var þó ljóst fyrir 2 umferðum síðan að Selfoss væru að fara að kveðja Olísdeildina að sinni, enda einu stigi fyrir neðan HK þrátt fyrir sigur í síðust tveim leikjum tímabilsins.  Sárgrætilegt þegar horft er á alla þessa leiki sem duttu ekki með stelpunum okkar, margir staðir sem þetta eina stig sem upp á vantaði í lokin hefðu getað komið frá.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 13/4, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Sarah Boye 2, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 6 (20%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Tímabilinu er því formlega lokið hjá stelpunum, það fór ekki eins og við vonuðumst eftir.  Við komum tvíefldar til baka í Grill66 deildinni í haust.  Áfram Selfoss!!


Mynd: Hópmynd af liðinu eftir leikinn í kvöld.

Umf. Selfoss / ÁÞG