Handbolti Hrafnhildur Hanna
Selfoss lagði FH að velli 25-27 í miklum baráttuleik í Kaplakrika þegar liðin mættust í lokaleik fyrri umferðar Olís-deildarinnar.
Selfoss hafði yfirburði í fyrri hálfleik og fimm marka forskot í hálfleik 9-14. FH jafnaði í upphafi seinni hálfleiks 15-15 en þá tóku Selfyssingar við sér á ný og unnu sanngjarnan sigur.
Hrafnhildur Hanna og Adina voru markahæstar Selfyssinga með 8 mörk, Perla Rut skoraði 4, Elena, Hildur og Carmen 2 hver og Kristún 1 mark.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Selfoss lauk leik fyrir áramót í 7. sæti Olís-deildarinnar með 14 stig. Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en laugardaginn 9. janúar kl. 14:00 þegar liðið tekur á móti Haukum í íþróttahúsi Vallaskóla.