HuldaDís-Ágúst2019
Stelpurnar töpuðu fyrir Fjölni á útivelli í gær með einu marki í hádramatískum leik, 22-21.
Allt var í járnum í upphafi leiks og jafnt var á öllum tölum. Selfoss steig þó á bensíngjöfina um miðbik fyrri hálfleiks og leiddi í hálfleik með þremur mörkum, 7-12. Áfram héldu stelpurnar að raða inn mörkum og voru komnar mest níu mörkum yfir, 11-20. Þá fór allt í lás og skoruðu þær einungis eitt mark gegn 11 hjá Fjölni og kom sigurmarkið á lokaandartökum leiksins af línunni, svekkjandi tap staðreynd 22-21.
Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 7/3, Katla María Magnúsdóttir 6, Rakel Guðjónsdóttir 5, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Agnes Sigurðardóttir 1
Varin skot: Henriette Östergaard 11 (33%)
Stelpurnar eru þó áfram í þriðja sæti með 24 stig. Næsti leikur stúlknanna er á sunnudaginn gegn HK U kl. 19:30 hér heima í Hleðsluhöllinni. Strákarnir eiga svo leik mánudagskvöldið eftir það gegn Aftureldingu, einnig í Hleðsluhöllinni kl. 19:30.
---
Hulda Dís var markahæst með 7 mörk.
Umf. Selfoss / ÁÞG