Slæmt tap mfl.karla gegn ÍBV

Selfoss fékk ÍBV í heimsókn í kvöld. Von var á mikilli hörku og baráttu í leiknum eins og raunin varð. Selfoss byrjaði leikinn gífurlega illa og eftir fyrstu 3 mínúturnar var ÍBV komið með forystuna 0-4. Áfram héldu þeir að bæta í forystuna og staðan 2-9 eftir korter. Á þessum tímapunkti gekk ekkert í sóknarleik Selfoss og tæknifeilarnir of margir. Þetta nýtti ÍBV sér og skoraði allt of mörg hraðaupphlaups mörk í bakið á okkar mönnum. Selfyssingar löguðu muninn aðeins í 7-10 og tíu mínútur eftir af fyrri hálfleiknum. En þá kom aftur bakslag í leik Selfoss og refsaði ÍBV þeim grimmilega og staðan í hálfeik 11-16. Leikur liðsins gífurlega kaflaskiptur í fyrri hálfeik.

Í þeim síðari byrjaði liðið ágætlega og komin barátta í heimamenn og staðan 14-18 eftir 35 mínúta leik. ÍBV hélt þá Selfoss alltaf í 5-4 marka forystu næstu mínúturnar og staðan 17-22 þegar korter er eftir. Selfoss liðið virtist ætla að koma sér inn í leikinn  undir lokinn og minka muninn í 21-25 og 10 mínútur eftir. Hinsvegar stöðvaði liðið allt of fáar sóknir eyjamanna og sendingafeilar gífurlega margir seinustu mínúturnar og reyndar út leikinn. ÍBV gaf því bara meira í seinustu mínúturnar og innbyrgðu 6 marka sigur 26-32.

 

Ljósmynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl.

Það er klárt mál að byrjun leiksins verður liðinu að falla í kvöld. Að staðan sé 2-9 þegar korter er búið er langt því frá ásættanlegt. Vörnin hélt oft ágætlega, þó skorar ÍBV stundum of auðveldlega. Markvarslan var langt því frá að vera eins og hún hefur verið. Það má þó benda á hversu mörg mörk ÍBV skorar úr hraðaupphlaupum. Sóknarleikurinn var oft á tíðum skelfilegur og greinileg merki að liðið saknar Atla Kristinsson mikið. Liðið má heldur ekki við því að nýting dauðafæri sé svona slæm. 20 tapaðir boltar í heilum leik þar af 14 í fyrrihálfeik og allt of fá brotin fríköst. Í svona leik þá er það ekki gæfuríkt.

Tölfræði:

Einar S 7/12, 2 stoðsendingar, 6 tapaðir boltar, 2 fráköst og 2 brotin fríköst

Matthías Örn 6/10, 4 stoðsendingar, 2 fiskaðir boltar og 10 brotin fríköst

Hörður Gunnar 5/10 g 2 brotin fríköst

Einar Pétur 4/8, 3 tapaðir boltar og 1 brotið fríkast

Magnús Már 2/3, 2 tapaðir boltar og 2 fráköst

Jóhann E 2/2, 2 stoðsendingar

Ómar H 1 stol, 2 tapaðir boltar og 6 brotin fríköst

Jóhann G/1, 4 tapaðir boltar og 1 brotið fríkast

Gunnar Ingi 0/2, 2 tapaðir boltar, 2 fráköst og 2 brotin fríköst.

 

Markvarslan:

 

Helgi 12 varin og 21 á sig (36%)

Sverrir 6 varin og 11 á sig(35%)

 

SelfossTV:

Arnar viðtal gegn ÍBV

Matthías Örn viðtal geng ÍBV