Haukur Þrastarson
Selfoss tapaði naumlega fyrir botnliði Gróttu nú í kvöld, 22-21 Grótta byrjaði leikinn betur og var yfir í hálfleik, 12-11. Í seinni hálfleik jók Grótta enn á forskotið og munurinn varð mestur 4 mörk þegar um sex mínútur voru eftir. Selfyssingar náðu að minnka muninn niður í eitt mark og áttu möguleika að jafna leikinn í síðustu sókninni, Hreiðar Levý varði skot Einars Sverrissonar og kórónaði góðan leik sinn í marki heimamanna.
Teitur Örn Einarsson skoraði 5 mörk, þar af 3 víti, Haukur Þrastarson skoraði einnig 5 mörk. Atli Ævar Ingólfsson og Einar Sverrisson skoruðu 4 mörk hvor, Hergeir Grímsson 2 og Sverrir Pálsson 1 mark.
Sölvi Ólafsson varði 11 skot og Helgi Hlynsson með 3, þar af eitt víti.
Eftir leikinn er Selfoss í 6.sæti með 10 stig eftir níu umferðir. Næsti leikur er heimaleikur gegn FH sunnudaginn n.k. kl 19:30.
Meira um leikinn á Sunnlenska.is, mbl.is, Vísir.is
Mynd: Haukur Þrastarson var markahæstur í liði Selfoss ásamt Teiti Erni með 5 mörk.
Umf. Selfoss/JÁE