Tvö stig sótt norður

Alexander Hrafnkelsson 2
Alexander Hrafnkelsson 2

Selfoss gerði góða ferð norður á land og sóttu tvö stig er þeir unnu KA með fimm marka mun, 26-31.

Akureyringar byrjuðu leikinn af krafti og vörn Selfyssinga var jafnframt á hælunum.  KA komust því snemma yfir í leiknum og virtust vera að fara sigla lengra fram úr.  Ungur markmaður Selfoss, Alexander Hrafnkelsson, tók nokkra góða bolta á meðan liðið náði að stilla sig af.  Fyrri hálfleikur var jafn eftir það.  Staðan í hálfleik 13-14

Vörn gestanna af flatlendinu þéttist en frekar í síðari hálfleik og sigu Selfyssingar hægt og bítandi fram úr.  Að endingu nokkuð sigur, 26-31.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 11/2, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 4, Magnús Öder Einarsson 4, Alexander Már Egan 3, Guðni Ingvarsson 2, Ísak Gústafsson 1, Hannes Höskuldsson 1.

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 20 (45%%)

Nánar er fjallað um leikinn á sunnlenska.is, mbl.is og visir.is.

Stelpurnar eiga næsta leik, en þær mæta Fjölni í Grafarvoginum í dag, sunnudag, kl. 16:00.  Næsti leikur hjá strákunum er i hleðsluhöllinni mánudaginn 17. febrúar.


Alexander Hrafnkelsson þakkaði traustið og varði 20 skot í dag
Umf. Selfoss / ÁÞG