2.flokkur endaði leiktíðina vel

UMFS
UMFS

Strákarnir í 2.flokki hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og oft beðið ósigur og þá ekki síst eftir að hafa gefið eftir síðustu mínútur leikjanna. Hafa þeir oft átt góða spretti en það hefur ekki alltaf dugað til sigurs. Í vikunni fyrir páska léku þeir við liðin sem þá voru í öðru og þriðja sæti deildarinnar, Hauka og Val. Fæstir bjuggust við stigum úr þeim leikjum en okkar menn náðu þó að vinna báða. 

Gegn Val vann liðið yfirburðar sigur 29 - 17 eftir að hafa leitt 14 - 5 í hálfleik. Vörn liðsins var afar sterk en hún hefur á tíðum verið vandamál í vetur. Hins vegar virkaði 5-1 vörnin afar vel gegn Val og skóp hún fjölmörg hraðaupphlaup. Þá fékk liðið á sig færri hraðaupphlaup en oft áður og skipti það miklu máli.

Þremur dögum seinna léku okkar menn gegn Haukum og höfðu sigur 29 - 28 þar sem sigurmarkið kom tveimur sekúndum fyrir leikslok. Í hálfleik höfðu gestirnir forustu 13 - 19. Vörnin var slök í fyrri hálfleik og markvarslan ekki til staðar. Breyttist það all verulega í síðari hálfleik og tókst okkur mönnum að hafa sigur. Virkilega sterkt hjá þeim ekki síst þar sem fjölmarga leikmenn vantaði í lið Selfoss sem og hafa Haukar virkilega gott lið, enda skreyttir landsliðsmönnum sem og leikmönnum úr úrvalsdeildinni.

Vonandi gefa þessir sigrar flokknum góð fyrirheit fyrir næstu leiktíð en aðeins tveir menn ganga upp úr flokknum.