Perla Ruth Albertsdóttir
Selfoss vann glæsilegan þriggja marka sigur á botnliði Gróttu. Leikurinn var jafn framan af og staðan var 8-9 í hálfleik, Selfoss leiddi síðan allan seinni hálfleikinn og sigldi að lokum inn flottum þriggja marka sigri, 18-21.
Perla Ruth var markahæst með 7 mörk. Kristrún 5, Hulda Dís, Arna Kristín og Sigríður Lilja 2 mörk hver, Elva Rún, Harpa og Ída 1 mark hver.
Þórdís Erla varði 4 skot og Viviann Petersen 1.
Eftir leikinn hefur Selfoss nú 5 stig í 6. sæti deildarinnar.
Meira um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má sjá hér.
Mynd: Perla Ruth var markahæst með 7 mörk.
Umf. Selfoss/Jóhannes Eiríksson.