Aftari röð frá vinstri: Hjálmar Vilhelm, Daníel Breki, Vésteinn og Þorvaldur Gauti.
Fremri röð frá vinstri: Eydís Arna, Álfrún Diljá, Hugrún Birna og Bryndís Embla
Á myndina vantar Ísold Össu
Frjálsíþróttasamband Íslands ásamt unglinganefnd FRÍ hefur birt nýjan Úrvalshóp 2023-2024 og eru 49 íþróttamenn í hópnum á aldrinum 15-19 ára.
Hópurinn er valinn út frá árangri á utanhússtímabilinu og getur bæst í hópinn eftir að innanhússtímabilinu lýkur. Markmið með Úrvalshópi FRÍ er að sporna gegn brottfalli unglinga og ungmenna úr frjálsíþróttum með því að gefa þeim eitthvað skemmtilegt að keppa að. Markmiðið er einnig að skapa þeim vettvang til að kynnast utan keppni og mynda vináttu og tengsl óháð íþróttafélagi. Að lokum er einnig markmið að gera íþróttamenn meðvitaða um þá vinnu sem þarf til að ná árangri í íþrottinni hvort heldur sem andlega og líkamlega.
Lágmörk í hópinn eru nokkuð ströng og er það alltaf stór áfangi hjá iðkanda að ná lágmarki inn í hópinn. Að þessu sinni náðu 9 keppendur frjálsíþróttadeildar Selfoss lágmörkum í hópinn og er það stórkostlegur árangur. Að auki náð 1 keppandi frá Dímon og 1 keppandi frá Garpi lágmarki í hópinn. Allir þessir 11 keppendur HSK/Selfoss æfa með frjálsíþróttadeild Selfoss í Lindexhöllinni. Frábær árangur frjálsíþróttadeildar og er það helst að þakka frábærum efnivið á svæðinu, frábærum þjálfurum og stórbættri aðstöðu með tilkomu Lindexhallarinnar. Stjórn félagsins er einnig frábærlega skipuð og foreldrar taka virkan þátt í starfi deildarinnar.
Úrvalshópur FRÍ -
Keppendur frá frjálsíþróttadeild Selfoss með lágmörk:
Hjálmar Vilhelm Rúnarsson- 300 m grind, hástökk, kúluvarp og spjótkast
Vésteinn Loftsson- Kringlukast
Þorvaldur Gauti Hafsteinsson- 800m hlaup
Daníel Breki Elvarsson - spjótkast
Bryndís Embla Einarsdóttir- kúluvarp og spjótkast
Hugrún Birna Hjaltadóttir- 300m hlaup
Eydis Arna Birgisdóttir- 400 m hlaup
Ísold Assa Guðmundsdóttir - hástökk og kúluvarp
Álfrún Diljá Kristínardóttir - sleggjukast