1998 strákarnir náðu ekki að byrja tímabilið nægilega vel en þeir fóru á Seltjarnarnes í fyrsta leik. Fyrri hálfleikur var ekki góður bæði í vörn og sókn. Liðið náði aldrei takti í vörnina og gerðu heimamenn auðveld mörk fyrir vikið. Í sókn voru menn alltof ragir. Í hálfleik var Grótta yfir 15-9. Í seinni hálfleik lék liðið betur. Vörnin fór að stöðva sóknir Gróttu og í sókninni voru mun fleiri leikmenn farnir að taka af skarið. Selfoss hafði minnkað muninn aðeins en fór að taka sénsa undir lok leiks og fór þá Grótta aftur langt fram úr. Lokatölur urðu 32-24 sigur Gróttu. Strákarnir mæta vonandi betur stemmdir í næsta leik. Varnarleikurinn, sérstaklega, þarf að vera mun öflugri ætli þeir sér góð úrslit í vetur.