Haukar - Fram
Í fyrri leik kvöldsins vann Afturelding góðan sigur á Eyjamönnum, 28-32. Leikurinn var jafn framan af en Afturelding hafði alltaf yfirhöndina og leiddu þeir með einu í hálfleik, 13-14. Afturelding hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik en Eyjamenn gáfu eftir undir lok leiks, lokatölur 28-32, Afturelding í vil.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Rúnarsson 5, Friðrik Hólm Jónsson 3, Arnór Viðarsson 3, Svanur Páll Vilhjálmsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Dagur Arnarson 2, Ásgeir Snær Vignisson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2, Róbert Sigurðarson 2, Hákon Daði Styrmisson 2, Jonathan Werdelin 1, Petar Jokanovic 1
Varin skot: Petar Jokanovic 9 (39%) og Björn Viðar Björnsson 7 (28%)
Mörk Aftureldingar: Birkir Benediktsson 8, Guðmundur Árni Ólafsson 8, Bergvin Þór Gíslason 3, Úlfar Páll Monsi 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Þrándur Gíslason Roth 2, Sveinn Jose Rivera 1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 1, Gunnar Malmquist 1, Hafsteinn Óli Ramos.
Varin skot: Brynjar Sigurjónsson 5 (18%), Bjarki Snær Jónsson 7 (58%)
Haukar unnu svo 11 marka sigur á Fram, 33-22. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik liðanna var staðan 14-13 í hálfleik, Haukum í vil. Haukar settu síðan í fimmta gírinn og hreinlega keyrðu yfir daufa Framara. Lokatölur 33-22
Mörk Fram: Kristinn Hrannar Elísberg 5, Rógvi Dal Christiansen 4, Andri Már Rúnarsson 4, Þorgrímur Smár Ólafsson 3, Breki Dagsson 2, Arnar Snær Magnússon 1, Vilhelm Poulsen 1, Stefán Darri Þórsson 1, Andri Dagur Ófeigsson 1
Varin skot: Lárus Ólafsson 9 (39%) og Róbert Örn Karlsson 1 (5%)
Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 6, Orri Freyr Þorkelsson 4, Atli Már Báruson 4, Heimir Óli Heimisson 4, Jón Karl Einarsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Adam Haukur Baumruk 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 11 (33%)
Mynd: Úr leik Fram og Hauka í kvöld.
Umf. Selfoss / BÖH