Afturelding vann Fram í úrslitaleik Ragnarsmótsins en leikurinn fram fór á laugardaginn. Liðin voru jöfn að loknum venjulegum leiktíma 29:29. Því var gripið til vítakeppni þar sem Mosfellingar höfðu betur 33:30. Davíð Svansson markvörður Aftureldingar tryggði Mosfellingum sigurinn með því að verja tvö vítaköst í vítakeppninni. Örn Ingi Bjarkason skoraði 8 mörk fyrir Aftureldingu og Sverrir Hermannsson 5. Hjá Fram skoraði Sigurður Eggertsson 7 mörk og Stefán Stefánsson 5.
FH vann ÍR, 43:32, í leik um 3. sætið. Bjarki Jónsson skoraði 11 mörk fyrir FH, Ólafur Gústafsson 6 og Ragnar Jóhannsson 6. Hjá ÍR skoraði Sturla Ásgeirsson skoraði 9 mörk fyrir.
Valur vann síðan Selfoss í vítakeppni í leik um 5. sætið en liðin skildu jöfn, 24:24 að loknum venjulegum leiktíma. Loktaölur urðu 30:29. Valdimar Þórsson skoraði 8 mörk fyrir Val, Finnur Jóhannsson og Adam Seferovic 5 hvor. Einar Sverrisson skoraði 9 mörk fyrir Selfoss og Matthías Örn Halldórsson 7.
Í lok móts voru veitt einstaklingsverðlaun, en þau hlutu:
Markahæsti leikmaður: Björgvin Hólmgeirsson ÍR ,24 mörk.
Besti markvörður: Davíð Svansson Aftureldingu.
Besti varnarmaður: Sverrir Hermannsson Aftureldingu.
Besti sóknarmaður: Einar Sverrisson Selfossi.
Besti leikmaður: Jóhann Gunnar Einarsson Fram.
Handknattleiksdeild Selfoss vill koma á framfæri þakklæti til VÍS og MS sem styrktu mótið með því að gefa öll verðlaun og viðurkenningar.