Aníta Þorgerður hefur verið ráðin þjálfari í hæfileikamótun Fimleikasambands Íslands fyrir árið 2024.
Aníta er þjálfari hjá fimleikadeild Selfoss auk þess að sinna stöðu deildarstjóra.
Hæfileikamótun er partur af afreksstefnu FSÍ og er fyrir iðkendur fædda 2007-2012, sem uppfylla lágmarkskröfur inn á hæfileikamótunaræfingar en hafa ekki enn náð lágmarkskröfum inn á úrvalshópaæfingar í vali fyrir landslið. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir iðkendur til að æfa saman, læra hvor af öðrum og kynnast sem samherjar en ekki mótherjar. Áhersla er lögð á samvinnu félaga og þjálfara. Þjálfarar hæfileikamótunar velja inn þær æfingar sem iðkendur þurfa að gera í lágmarkskröfur fyrir úrvalshópa og sjá um stefnumótun, markmiðasetningu og aðgerðaráætlun í hæfileikamótun.
Aníta hefur áður sinnt þessari stöðu og fylgdi í kjölfarið drengjalandsliði Íslands á Evrópumót í Lúxemborg.
Við óskum Anítu innilega til hamingju með stöðuna, hún er vel að þessu komin :)