handbolti-teitur-orn
Valsmenn komu í heimsókn á Selfoss í gær og hirtu annað sæti Olís-deildarinnar með sigri í bráðskemmtilegum leik sem var í járnum allan tímann.
Leikurinn var bráðfjörugur og jafnt á öllum tölum. Staðan í hálfleik 15-16 fyrir gestina. Í síðari hálfleik munaði aldrei meira en tveimur mörkum á liðunum en svo fór að Valsmenn lönduðu sigri 29-31.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Teitur Örn Einarsson var markahæstur með 7 mörk og Elvar Örn Jónsson skoraði 6. Einar Sverrissson og Hergeir Grímsson 4, Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Sverrir Pálsson 2 og þeir Guðjón Ágústsson, Árni Steinn Steinþórsson, Alexander Egan og Magnús Öder Einarsson skoruðu allir 1 mark. Helgi Hlynsson varði 9 skot og Einar Vilmundarson 7.
Liðið er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig og sækir Hauka heim í Schenkerhöllina kl. 19:30 á fimmtudag.
---
Teitur Örn fór mikinn í leikjunum gegn Aftureldingu og Val.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE