Um helgina stendur yfir bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg. Ungmennafélagið tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti og má þar nefna að fyrsti knattspyrnuleikur sumarsins á Selfossvelli fór fram í gær þegar heimamenn tóku á móti norðanmönnum í KA. Seinasta Grýlupottahlaupið verður þreytt við Tíbrá kl. 11:00 og hefst skráning hálftíma fyrr. Hæst ber þó Vormót í hópfimleikum í íþróttahúsi Vallaskóla en tæplega 800 iðkendur eru skráðir til keppni á þessu þriggja daga móti sem fimleikadeildin ber hitan og þungan af.
Hér er hægt að nálgast dagskrá Vors í Árborg.