Bikarkeppni hjá Selfoss getraunum

Á laugardag hefst bikarkeppni Selfoss getrauna. Þeir einstaklingar sem skrá sig til leiks eru dregnir úr hatti þannig að úr verða 8 leikir. Þátttakendur verða að kaupa 64 raða seðil. Sá vinnur og kemst áfram sem er með fleiri leiki rétta. Sigurvegari í fyrra var Þórarinn Ingólfsson.

Allar nánari upplýsingar eru hér fyrir neðan og er tekið við skráningum í Tíbrá á laugardag.

Það eru allir velkomnir í Tíbrá milli kl. 11 og 13 á laugardögum í vetur. Kaffi á könnunni og bakkelsi frá Guðnabakaríi.

 

Leikreglur í bikarkeppni Selfoss getrauna

Bikarkeppnin er einstaklingskeppni og hefst laugardaginn 14. september. Engin þátttökugjöld eru í keppninni en þáttakendur verða að kaupa 64 raðir í sölukerfi Íslenskra getrauna í Tíbrá.

Byrjað er á 16 manna úrslitum (ef fleiri skrá sig til leiks verður byrjað á 32 manna úrslitum).

Þeir einstaklingar sem skrá sig til leiks eru dregnir úr hatti þannig að úr verða 8 leikir. 8 fyrstu sem skrá sig verða dregnir á móti hinum 8 einstaklingunum. (Þannig eiga þeir 8 fyrstu sem skrá sig möguleika á að sitja hjá í fyrstu umferð en þeir verða þó að kaupa seðilinn).

Sá vinnur sem er með fleiri leiki rétta. Ef menn verða jafnir eru taldir réttir útisigrar því næst rétt jafntefli.

Ef menn eru ennþá jafnir verða menn að kaupa 64 raðir á Evrópuseðlinum og gilda svo sömu reglur þar.

Ef menn eru ennþá jafnir ræður hlutkesti og fer það fram í Tíbrá laugardaginn á eftir viðkomandi umferð.

Allar nánari upplýsingar veittar í Tíbrá á laugardögum þar sem er tekið á móti skráningum.

Það er bikar í verðlaun.