Brenniboltamót

Brenniboltamót Júlli og Hellubuffin
Brenniboltamót Júlli og Hellubuffin

Meistaraflokkur Selfoss í hópfimleikum stóð fyrir brenniboltamóti laugardaginn 5. apríl.

Ellefu lið voru skráð til leiks. Leikmenn liðanna voru á aldrinum 11 - 55 ára og spiluðu af meiri gleði en alvöru. Það var skemmtilegt að fylgjast með tilþrifum og samvinnu liðanna en mótið einkenndist af skemmtilegum búningum liðanna en verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta kónginn bæði hjá körlum og konum og svo bestu tilþrifin.

Liðunum fylgdu öflugir stuðningsmenn og liðstjórar sem gerðu keppnina enn skemmtilegri.

Verðlaun voru veitt fyrir 1.-4. sæti.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:
1. sæti - Júlli og Hellubuffin
2. sæti - Kóngarnir
3. sæti - Stjörnulið Big-C
4. sæti - Granpa Squad
Búningaverðlaun - Séra Jón

Stelpurnar vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra fyrirtækja sem styrktu þær til að gera mótið mögulegt.

---

Júlli og Hellubuffin með sigurlaun mótsins.