Brúarhlaup 2013 ræsing
Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss, eigandi og framkvæmdaraðili Brúarhlaups Selfoss, hefur ákveðið að færa hlaupið frá hefðbundinni dagsetningu, fyrsta laugardag í september, til laugardagsins 9. ágúst 2014.
Hlaupið verður því í ár sama dag og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fer fram ásamt því sem Olís mótið er sömu helgi. Einnig er unnið að því að í ár verði teknar í gagnið nýjar hlaupaleiðir sem reynt verður að hafa sem mest innanbæjar á Selfossi. Fleiri breytingar og nýjungar er einnig verið að skoða. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil uppbygging á göngustígakerfi Selfossbæjar og bíður það uppá þennan möguleika.
Er það von framkvæmdaaðila hlaupsins að þessar breytingar verði til þess að auka enn frekar áhuga og þátttöku í Brúarhlaupi Selfoss og skapa enn frekari stemmingu bæjarbúa fyrir þátttöku og stuðningi við hlaupið.