Carlos tekur við sem þjálfari Selfos

Carlos Martin Santos tekur við sem þjálfari meistaraflokks karla á komandi leiktíð. Carlos og Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss hafa handsalað þriggja ára samning þess efnis.
 
Carlos tekur við af Þóri Ólafssyni, en hann hefur undanfarið ár verið aðstoðarþjálfari Þóris ásamt því að vera yfirþjálfari U-liðs og 3. flokks karla.

Um leið og við þökkum Þóri fyrir fyrir vel unnin störf er gríðarleg ánægja með ráðningu Carlos sem mun leiða mikla uppbyggingu á næstu árum.

"Mér hefur liðið mjög vel hér á Selfossi þrátt fyrir nokkuð strembið tímabil. Ég hef lært mikið af því að vera aðstoðarþjálfari Þóris undandarið árið. Hér eru margir ungir og efnilegir leikmenn að koma upp, þannig að ég sé þetta sem mjög spennandi verkefni fyrir mig þar sem áherslan er á að þjálfa upp unga leikmenn." Segir Carlos Martin Santos nýráðinn þjálfari Selfoss.