Í gær, fimmtudaginn 19. desember var dregið í jólahappdrætti knattspyrnudeildar Umf. Selfoss.
Aðalvinningurinn, Samsung sjónvarp 65" Q60 QLED frá Árvirkjanum, kom á miða númer 0658
Vinningarnir í happdrættinu voru 38 talsins og samanlagt verðmæti þeirra yfir 1.200.000kr
Vinningaskrá ásamt númerum vinningshafa má sjá á síðu happdrættisins
https://www.selfoss.net/knattspyrna/jolahappdraetti
Vinninga verður hægt að vitja á skrifstofu knattspyrnudeildar í Tíbrá við Engjaveg á virkum dögum frá 09:00 - 16:00
Takk kærlega allir fyrir að taka þátt
Áfram Selfoss