Júdó afmælismót
Afmælismót Júdósambands Íslands fór fram síðasta sunnudag. Selfoss átti tíu af alls 100 keppendum á mótinu og komust allir á verðlaunapall.
Þrír keppendur voru í yngsta flokkum. Krister Andrason stóð sig mjög vel en varð að sætta sig við annað sætið að þessu sinni. Mikael Fannar var að keppa á sínu fyrsta móti með Selfoss og tók fyrsta sætið í -55 kg flokki eftir glæsilegar glímur. Haukur Þór glímdi strembnar glímur og hafnaði í öðru sæti í -66 kg flokki.
Bjartþór Freyr og Halldór Ingvar kepptu saman í flokki en Bjartþór keppti upp fyrir sig í þyngd. Áttu þeir langa glímu sem endaði á gullskori en Halldór hafði betur að þessu sinni. Þeir lentu í 1. og 3. sæti í -66 kg flokki 13-14 ára.
Hrafn Arnarson þurfti að sætta sig við 3. sæti í -50 kg flokki eftir nokkrar langar glímur.
Í aldursflokki undir 18 ára keppti Mikael Ragnarsson í -50 kg flokki og sigraði báðar sínar glímur á glæsilegum köstum. 1. sæti í þeim flokk.
Úlfur Böðvarsson og Grímur Ívarsson kepptu saman í blönduðum flokki -81 kg og -90 kg. Keppnin var æsispennandi og þurfti að vigta um úrslit. Það fór þannig að sá léttasti vann sem að þessu sinni var Grímur. Úlfur varð í öðru sæti en það munaði aðeins 500 grömmum á þeim félögum.
Í flokki 21 árs og yngri keppti Egill Blöndal í -90 kg flokki og sigraði hann örugglega.
Þegar upp var staðið hafði júdódeild Umf. Selfoss krækt í fimm gull, þrjú silfur og tvo brons og allir keppendur okkar fóru heim með verðlaun.
Öll úrslit mótsins má finna á heimasíðu Júdósambands Íslands.
þmb
---
Úlfur Þór (í hvítu) og Grímur í snarpri glímu.
Mynd: Þórdís Mjöll