Átta Selfyssingar í Handboltaskóla HSÍ og Alvogen

Handbolti - Hæfileikamótun HSÍ 2007
Handbolti - Hæfileikamótun HSÍ 2007

Fjórir piltar og fjórar stúlkur fæddar árið 2007 voru valin Handboltaskóla HSÍ og Alvogen á dögunum. Þeir Ágúst Sigurðsson, Jón Valgeir Guðmundsson, Hilmar Ásgeirsson og Hákon Garri Gestsson voru valdir ásamt þeim Selmu Axelsdóttur, Sunnu Bryndísi Reynisdóttur, Huldu Hrönn Bragadóttur og Michalinu Pétursdóttur. Þau stóðu sig með mikilli prýði á æfingunum. Handboltaskóli HSÍ og Alvogen er fyrsta skrefið af unglingalandsliðum Íslands og er markmið skólans að gefa krökkunum smjörþefinn af því hvernig landslið HSÍ æfa og taka þjálfarar yngri landsliða og A-landsliða HSÍ þátt í æfingunum ásamt því að landsliðsfólk HSÍ lítur við á æfingarnar.


Mynd: Umf. Selfoss (ekki náðist mynd af stúlkunum).