Guðmunda Brynja spilaði með U19 landsliðinu í undankeppni EM

Íslenska U19 kvennalandsliðið tók þátt í undankeppni EM í Danmörku dagana 20.-25. október s.l. Með Íslandi í riðli voru Slóvakía, Moldavía og Danmörk. Guðmunda Brynja Óladóttir frá Selfossi var í hópnum og tók þátt í öllum leikjum Íslands. Ísland vann Slóvakíu 4:0 í fyrsta leiknum. Síðan kom 5:0 sigur gegn Moldavíu þar sem Guðmunda Brynja skoraði 5. mark Íslands úr vítaspyrnu. Íslensku stelpurnar töpuðu svo síðasta leiknum 3:1 gegn Danmörku. Danmörk varð efst í riðlinum með 9 stig, Ísland var með 6 stig og Slóvenía og Moldavía 1 stig hvor þjóð. Danmörk og Ísland komust því áfram í milliriðla.

-ög