Guðmundur Þórarinsson í atvinnumennsku

Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson skrifaði í gær undir atvinnumannasamning við norska knattspyrnuliðið Sarpsborg 08 og gildir samningurinn til 2015. Sarpsborg 08 vann sig á dögunum upp úr norsku B-deildinni í efstu deild. Með liðinu leikur markvörðurinn Haraldur Björnsson. Guðmundur er fæddur og uppalinn á Selfossi og spilaði upp alla yngri flokka Selfoss, alla leið upp í meistaraflokk. Hann hefur leikið með liði Eyjamanna í Pepsi deildinni tvö síðustu keppnistímabil. Guðmundur á að baki 21 landsleik með yngri landsliðum Íslands, 5 með u17 liðinu, 13 með u19 og 3 með u21 liðinu.

Við óskum Guðmundi og fjölskyldu hans innilega til hamingju með þennan áfanga. Hér eftir munu Selfyssingar fylgjast grant með úrslitum leikja Sarpsborg 08 í norsku deildinni.

Hér má sjá frétt af undirskriftinni á heimasíðu Sarpsborg 08:
http://www.sarpsborg08.no/

-ög