Mótokross - Gyða Dögg Heiðarsdóttir MSÍ 2018
Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands útnefndi Gyðu Dögg Heiðarsdóttur mótorhjóla- og snjósleðakonu ársins 2018.
Gyða Dögg, sem keppir fyrir mótokrossdeild Umf. Selfoss, er 19 ára gömul og byrjaði að keppa í mótokross 12 ára gömul og hefur því æft í sjö ár. Hún var valin akstursíþróttakona ársins 2015 og 2016 og er þetta því í þriðja skipti sem hún hampar þessum titli. Hún náði mjög góðum árangri á liðnu keppnistímabili, en hún var Íslandsmeistari í kvennaflokki í motokross og enduro þolakstri.
Nánar er fjallað um árangur Gyðu Daggar í viðtali á heimasíðu MSÍ.