Handbolti - Ragnarsmótið Elvar Örn
Í karlaflokki í Coca Cola bikar HSÍ urðu Selfyssingar að lúta í lægra haldi gegn Haukum sem tryggðu sér um leið sæti í Laugardalshöllini, með þriggja marka sigri á Selfossi á heimavelli sl. föstudag.
Selfoss var betra á öllum sviðum leiksins í upphafi og náði mest sex marka forystu 6-12. Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir og minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hálfleik 14-15.
Haukar mættu af krafti í síðari hálfleik, skoruðu fyrstu tvö mörkin og náðu forystu. Þar með voru Haukar komnir með yfirhöndina og litu aldrei um öxl þó svo að Selfyssingar héldu í við Haukana til loka leiks. Strákarnir okkar náðu aðeins að laga stöðuna á lokametrunum og ná forystu Hauka niður í þrjú mörk, leikurinn endaði með sigri Hauka, 31-28.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Mörk Selfoss skoruðu: Elvar Örn Jónsson 10, Teitur Örn Einarsson 6, Guðni Ingvarsson 4, Alexander Már Egan 3, Hergeir Grímsson 2, Einar Sverrisson 2, og Sverrir Pálsson 1.
---
Elvar Örn var markahæstur Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE