Allir verðlaunahafar lokahófi 2020
Um síðustu helgi fór fram lokahóf handknattleiksdeildar Umf. Selfoss á Hótel Selfoss með mikilli viðhöfn. Veitt voru verðlaun fyrir árangur leikmanna í meistaraflokk karla og kvenna ásamt Ungmennaliði Selfoss. Þá var félagi ársins einnig útnefndur ásamt því að viðurkenningar voru veittar fyrir 100 leiki spilaða og þjálfaða fyrir félagið. Alla verðlaunahafa má sjá hér fyrir neðan.
Félagi ársins: Árni Þór Grétarsson
100 leikja viðurkenning:
Grímur Hergeirsson (þjálfari)
Örn Þrastarson (þjálfari)
Jón Birgir Guðmundsson (þjálfari)
Haukur Þrastarson
Guðjón Baldur Ómarsson
Árni Steinn Steinþórsson
Ungmennalið karla:
Markakóngur: Ari Sverrir Magnússon (89 mörk)
Besti leikmaður: Grímur Bjarndal Einarsson
Meistaraflokkur kvenna:
Markadrotting: Hulda Dís Þrastardóttir (124 mörk)
Varnarmaður ársins: Hulda Dís Þrastardóttir
Sóknarmaður ársins: Katla María Magnúsdóttir
Efnilegasti leikmaður ársins: Tinna Sigurrós Traustadóttir
Baráttubikarinn: Henriette Östergaard
Leikmaður ársins: Hulda Dís Þrastardóttir
Meistaraflokkur karla:
Markakóngur: Haukur Þrastarson (191 mark)
Varnarmaður ársins: Árni Steinn Steinþórsson
Sóknarmaður ársins: Haukur Þrastarson
Efnilegasti leikmaður ársins: Tryggvi Þórisson
Baráttubikarinn: Hergeir Grímsson
Leikmaður ársins: Haukur Þrastarson
Myndir af lokahófinu má sjá á Facebook síðu Selfoss handbolta.
---
Á mynd með frétt eru verðlaunahafar á lokahófi ásamt þjálfurum. Frá vinstri: Örn Þrastarson, Grímur Hergeirsson, Grímur Bjarndal Einarsson, Ari Sverrir Magnússon, Tryggvi Þórisson, Katla María Magnúsdóttir, Hergeir Grímsson, Hulda Dís Þrastardóttir, Haukur Þrastarson, Henriette Östergaard, Árni Geir Hilmarsson, Árni Þór Grétarsson. Á myndina vantar þau Tinnu Sigurrós Traustadóttur og Árna Stein Steinþórsson.
Ljósmynd: Umf. Selfoss