hamborgarar
Föstudaginn 6. desember mun meistaraflokkur karla leika sinn síðasta deildarleik fyrir jólafrí gegn toppliði Aftureldingar. Leikurinn hefst klukkan 20:00 í íþróttahúsi Vallskóla. Þetta verður hörku toppbaráttuslagur og þurfa strákarnir á góðum stuðningi að halda. Hvetjum alla til að mæta snemma í grillaða hamborgara og styðja svo strákana til sigurs frá fyrstu minútu. Oft er þörf en nú er nauðsyn að fylla húsið og styðja strákana til sigurs í síðasta heimaleik liðsins fyrir jólafrí.
Afturelding hefur verið á miklu skriði í vetur, eftir að hafa fallið úr efstu deild síðastliðið vor, en þeir hafa unnið alla 10 leiki sína í 1. deildinni í vetur. Örn Ingi Bjarkason hefur farið fyrir liði Aftureldingar í vetur og skorað 63 mörk í 10 leikjum, næstu menn á markaskoraralistanum eru Árni Bragi Eyjólfsson með 37 mörk, Böðvar Páll Ásgeirsson með 35 mörk og Jóhann Jóhannsson með 34 mörk.
Selfyssingar eru einnig í toppbaráttunni en þeir sitja í dag í 3. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 9 leiki. Þeir hafa unnið 7 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Einar Sverrisson er markahæstur í Selfoss liðinu með 55 mörk í 8 leikjum, næst markahæstur er Matthías Örn með 28 mörk í 5 leikjum og svo koma Hörður Másson og Sverrir Pálsson með 26 mörk í 9 leikjum. Sebastian Alexandersson stendur vaktina í markinu en hann hefur spilað gríðarlega vel í vetur.
Staðan í 1.deild karla
|
Leikir
|
U
|
J
|
T
|
Mörk
|
Nettó
|
Stig
|
Afturelding
|
10
|
10
|
0
|
0
|
265:203
|
62
|
20
|
Stjarnan
|
9
|
8
|
0
|
1
|
266:192
|
74
|
16
|
Selfoss
|
9
|
7
|
1
|
1
|
254:209
|
45
|
15
|
Grótta
|
9
|
6
|
1
|
2
|
238:214
|
24
|
13
|
KR
|
9
|
4
|
1
|
4
|
198:207
|
-9
|
9
|
ÍH
|
9
|
4
|
0
|
5
|
226:212
|
14
|
8
|
Fjölnir
|
9
|
3
|
0
|
6
|
216:247
|
-31
|
6
|
Þróttur
|
10
|
3
|
0
|
7
|
211:252
|
-41
|
6
|
Víkingur
|
9
|
3
|
0
|
6
|
209:232
|
-23
|
6
|
Fylkir
|
10
|
1
|
1
|
8
|
243:308
|
-65
|
3
|
Hamrarnir
|
11
|
1
|
0
|
10
|
227:277
|
-50
|
2
|