Íslandsbanki styður fimleikadeildina

fimleikar-islandsbanki
fimleikar-islandsbanki

Fimleikadeild Umf. Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar. Samningurinn hefur verið virkur í nokkur ár og er það deildinni afar mikilvægt að hafa trausta bakhjarla sem styðja fjárhagslega við starfsemina.

Deildin hefur á undanförnum árum sýnt afburða árangur og er skemmst að minnast að í vor tryggði meistaraflokkur deildarinnar sér Íslands-, bikar- og deildarmeistaratitilinn í blönduðum flokki annað árið í röð og nú í haust náðu alls átta ungmenni frá deildinni sæti í landsliðum hópfimleika þar sem öll lið Íslands komu heim með verðlaun.

Íþróttafélög þurfa öll á góðum stuðningi að halda og er fimleikadeild Selfoss mjög ánægð með þann góða stuðning sem Íslandsbanki sýnir deildinni árlega.

---

Frá vinstri eru Elmar Eysteinsson, framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss, Jón R. Bjarnason, útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi og Þóra Þórarinsdóttir, formaður deildarinnar sem gengu frá styrktarsamningnum. Þeim til halds og traust voru tveir af iðkendum deildarinnar, þau Alma Rún Baldursdóttir og Dagur Jósefsson.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson