Karitas og Eva Lind framlengja við Selfoss

knattspyrna-eva-og-karitas
knattspyrna-eva-og-karitas

Knattspyrnukonurnar Karitas Tómasdóttir og Eva Lind Elíasdóttir framlengdu í gær samninga sína við knattspyrnudeild Selfoss og munu leika með liðinu í 1. deildinni næsta sumar.

Karitas og Eva Lind, sem báðar eru 21 árs gamlar, hafa verið í stóru hlutverki hjá Selfossliðinu á undanförnum árum.

Síðasta sumar fóru þær báðar í háskólanám í Bandaríkjunum og leika með skólaliðum þar, Karitas í Texas og Eva Lind í Kansas.

Eva Lind er sóknarmaður og hefur leikið 114 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss en Karitas er miðjumaður og hefur hún leikið 75 meistaraflokksleiki fyrir félagið.

Nánar er rætt við Alfreð Elías Jóhannsson þjálfara Selfoss á vef Sunnlenska.is.

---

Karitas og Eva Lind ásamt Svövu Svavarsdóttur, stjórnarkonu.
Ljósmynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl