Minjanefnd á herrakvöldi 2013
Á herrakvöldi knattspyrnudeildar sem haldið var í Hvítahúsinu sl. föstudag afhenti Kjartan Björnsson minjanefnd Ungmennafélagsins safn sitt sem spannar sögu knattspyrnunnar á Selfossi á ferli hans sem leikmaður, stjórnarmaður og dómari fyrir félagið. Fyrst og fremst er Kjartan þó einn mesti stuðningsmaður Selfoss og því er safnið sannkallaður fjársjóður í sögu félagins.
Í safninu eru m.a. um 2500 ljósmyndir úr starfi knattspyrnudeildarinnar frá árinu 1989 - 2008, um 1500 blaðaúrklippur um starf knattspyrnunnar á s.l. tveimur áratugum, barmmerki knattspyrnudeildar Umf. Selfoss um 200 stykki og myndbandsupptökur frá yngri flokka mótum frá árunum 1995-2000 ásamt gömlum dómarabúningum.
Það voru þeir Bárður Guðmundarson, Kristinn Bárðarson og Björn Gíslason sem veittu safninu viðtöku fyrir hönd minjanefndar ásamt Óskari Sigurðssyni formanni knattspyrnudeildar.
Ungmennafélagið færir Kjartani bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
Óskar, Björn, Kristinn og Bárður ásamt Kjartani.
Mynd: Einar Björnsson.