Knattspyrnunámskeið Dagnýjar og Thelmu Bjarkar

Dagana 5. og 6. desember munu knattspyrnukonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir halda námskeið á vegum Study & Play í samstarfi við knattspyrnudeild Selfoss.

Námskeiðið er fyrir stelpur og stráka frá 7. flokki upp í 4. flokk. Æft verður á laugardegi og sunnudegi á Selfossi og mun hver æfing standa yfir í 75 mínútur. Farið verður yfir helstu atriði grunntækninnar, s.s. sendingar, skot, skallatækni, móttökur, snúninga og fleira. Þar sem lögð verður áherslu á einstaklingsæfingar munu einungis 16
einstaklingar komast á hvert námskeið.

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst studyplayusa@gmail.com þar sem fram þarf að koma nafn, kennitala og flokkur. Námskeiðið kostar kr. 5.500.

Skipt verður í hópa eftir flokkum og æfa hópar á eftirfarandi tímum:
7. flokkur – klukkan 9:00 – 10:15
4. flokkur – klukkan 10:30 – 11:45
6. flokkur – klukkan 13:30 – 14:45
5. flokkur – klukkan 15:00 – 16:15