Bikarúrslit Bikarinn
Í dag varð ljóst að kvennalið Selfoss tekur á móti ÍBV í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Selfoss sló Augnablik úr keppni í 2. umferð í gærkvöldi, 5-0 á JÁVERK-vellinum.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.
Selfoss kom á undan upp úr pottinum þegar dregið var í hádeginu í dag og Anna María Friðgeirsdóttir, fyrirliði Selfoss, sá um að draga andstæðinginn.
Þetta verður fjórða árið í röð sem Selfoss og ÍBV mætast í bikarkeppninni. Selfyssingar eiga harma að hefna síðan í fyrra en þá sigraði ÍBV 5-0 á Hásteinsvelli í fjórðungsúrslitunum.
Leikurinn fer fram á Selfossi föstudaginn 2. júní kl. 18:00.