Markaregn í Eyjum

Knattspyrna - Gary Martin
Knattspyrna - Gary Martin

Selfoss lá fyrir ÍBV í Lengjudeildinni í miklum markaleik í Eyjum í gær, ÍBV vann þar með sinn fjórða leik í röð í deildinni.

Heimamenn byrjuðu með látum því Sito skoraði aðeins eftir þriggja mínútna leik. Gary Martin jafnaði með marki beint úr aukaspyrnu á 12. mínútu  en Sito, sem hefur verið í miklu stuði í sumar, skoraði aftur fyrir ÍBV sem leiddi 2-1 í leikhléi.

Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og jafnaði Aron Einarsson með stórkostlegu marki eftir skot fyrir utan teig. Boltinn flaug upp í samskeytin, þvílíkt skot hjá þessum efnilega leikmann. Það var hins vegar Guðjón Pétur Lýðsson sem skoraði sigurmark heimamanna á 72. mínútu.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Lokatölur 3-2 fyrir ÍBV sem er í öðru sæti deildarinnar með 19 stig en Selfoss situr áfram í tíunda sæti með átta stig. Næsti leikur liðsins er á mánudagskvöld gegn Þór frá Akureyri.

---

Gary Martin skoraði á sínum gamla heimavelli í Eyjum.
Ljósmynd: Fótbolti.net/Hafliði Breiðfjörð