Selfyssingar fengu Gróttu í heimsókn í íþróttahúsinu við Vallaskóla. Selfoss fór með sigur á hólm í fyrri viðureigninni 24-25 og því von á hörku leik eins og raunin varð. Liðin byrjuðu á því að skiptast á forskotinu fyrstu mínúturnar og mjög jafn leikur. Staðan var 4-3 eftir 5 mín. Á þessum kafla hafði Einar Sverrisson skorað öll mörk Selfoss. Sóknin gekk vel hjá Selfossi en hinsvegar hélt vörnin illa. Það varð þó endurkoma á 12 mínútu leiksins þegar Hörður Másson kom inn á völlinn eftir 2 ára fjarveru. Leikurinn var gífurlega jafn og eftir 15 mínúta leik stóðu leikar 9-9. Þó tók Grótta hinsvegar frumkvæði og náði 2 marka forystu 12-14 eftir 20 mínúta leik. Þessi tveggja marka munur hélst til leikhlés og gengu liðin til búningsherbergja í stöðunni 16-18. Selfoss liðið líklega sjaldan haldið jafn illa varnarlega í fyrri hálfeik, einungis 2 varin skot í markinu og allt of mörg mörk fengin á sig.
Í síðari hálfeik byrjaði Grótta betur og náði 17-20 forystu. Þessi svaraði Selfoss með mjög góðu áhlaupi og betri varnarleik og minnka muninn í 21-22 og 20 mínútur eftir. Hinsvegar fór Selfoss að gera allt of mörg mistök, missa boltann klaufalega, fá 2 mínútur á sig á slæmum tímapunktum. Alltaf þegar Selfoss jafnar leikinn, kemur Grótta til baka og nær 2 marka forystu. Þegar 10 mínútur voru eftir var staðan 26-26. Þá tekur Grótta enn eitt 2 marka áhlaupið og staðan 27-29. Liðin skora svo tvö mörk bæði og lokatölurnar 29-31 og mjög svekkjandi tap.
Liðið var sjálfum sér verst í kvöld. Vörnin sem hefur verið aðalmerki liðsins sást ekki í fyrri hálfleik og engin markvarsla í kjölfarið. Sóknin var töluvert skárri og sýndu Einar Sverrisson og Matthías Örn oft frábær tiltrif. Þó má koma meira flot á boltann oft og fækka tæknifeilum. Síðuritari saknar þó mikið baráttunni sem hefur einkennt Selfoss liðin í gegnum tíðina. Jákvæðasta við leikinn var þó klárlega endurkoma Harðar Mássonar. En hann spilaði upp yngriflokkana hér og 4 ár með meistaraflokk. Hann fór þá til HK í eitt og hálft ár þangað til hann lagði skónna á hilluna í janúar á þessu ári. Hann ákvað hinsvegar að svara kallinu og taka slaginn með liðinu út tímabilið í fjarveru Atla Kristinssonar.
Tölfræði:
Matthías Örn 11/17 4 tapaðir boltar og 3 brotin fríköst
Einar S 9/16, 3 tapaðir boltar og 2 brotin fríköst
Hörður M 3/7, 4 tapaðir boltar og 3 brotin fríköst
Hörður Gunnar 3/4
Einar Pétur 1/2, 2 tapaðir boltar
Gunnar Ingi 1/1
Jóhann G 1/3,
Ómar H 2 frákást og 10 brotin fríköst
Magnús Már 0/2
Jóhann E 1 fráköst
Markvarsla:
Helgi varði 13/1 og fékk á sig 25(36%)
Sverrir varði 1 og fékk á sig 6(14%)
Vegna tæknilegra erfiðleika þá féll SelfossTV niður í kvöld.
Heimasíðan vill þó þakka Guðmundi Karli og sunnlenska.is kærlega fyrir beina textalýsingu sem má sjá hér. Þetta er frábært framtak og endilega að fólk notfæri sér það þegar það kemst ekki á leiki.
Næsti leikur er gegn Fylki í Fylkishöllinni 30. nóvember klukkan 19:30. Hvetjum alla til að mæta!