Myndasyrpa frá Minningar- og uppskeruhátíð í boði STUDIO SPORT

Kátar fimleikastúlkur á Minningar- og uppskeruhátíð í boði STUDIO SPORT
Kátar fimleikastúlkur á Minningar- og uppskeruhátíð í boði STUDIO SPORT

Það má með sanni segja að Minningar- og uppskeruhátíð fimleikadeildar Selfoss, í boði STUDIO SPORT, hafi tekist vel til. Áhorfendur fylltu stúkuna og bros var á hverju barni í salnum. Allir æfingahópar deildarinnar sýndu atriði við mikinn fögnuð. Að sýningu lokinni voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur og STUDIO SPORT afhenti öllum þátttökugjöf. Fjölskyldur og iðkendur áttu svo góða stund við grill, candyfloss, hoppukastala og góðgæti úr sjoppunni. Myndakassi frá Glansmyndum Selfossi var á staðnum og Inga Heiða Heimisdóttir tók einstakar myndir fyrir fimleikadeildina að vanda. Inga Heiða var einmitt heiðruð á hátíðinni fyrir einstök störf fyrir deildina með myndatökum sínum í gegnum árin. Eldri iðkendur deildarinnar tóku á móti eftirfarandi verðlaunum.

 

Fimleikakona  - Karolína Helga Jóhannsdóttir

 

Fimleikamaður - Daniel Már Stefánsson

 

Efnilegasti unglingurinn - Elsa Karen Sigmundsdóttir

 

Framfarir og ástundun - Ragnhildur Elva Hauksdóttir

 

Félagi - Victoria Ann Vokes

 

Lið ársins - 3.flokkur

 

 

Myndirnar tók Inga Heiða Heimisdóttir

ÁFRAM SELFOSS