Elvar Örn Jónsson
Selfoss vann ÍR 27-26 í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í Hleðsluhöllinni í gær.
Leikurinn var jafn framan af en Selfoss náði fjögurra marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik var 15-13. Selfoss hafði frumkvæðið mestallan seinni hálfleikinn en þegar tvær mínútur voru eftir jafnaði ÍR 26-26 og eins og oft áður voru lokamínúturnar æsispennandi. Elvar Örn skorðai sigurmarkið þegar um 40 sekúndur voru eftir af leiknum. ÍR-ingar höfðu tækifæri á að jafna og ná leiknum í framlengingu en skotið geigaði og Selfoss fór með eins marks sigur af hólmi, 27-26.
Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 9/3, Haukur Þrastarson 7, Alexander Egan 4, Nökkvi Dan Elliðason 3, Hergeir Grímsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1.
Varin skot: Sölvi Ólafsson 12 (32%)
Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is og Vísir.is og Mbl.is.
Leikur tvö fer fram í Breiðholtinu á mánudaginn kl 19:30. Ef Selfoss vinnur þá erum við komin í undanúrslit og þurfum við því ykkar stuðning. Ef ÍR vinnur þá verður oddaleikur í Hleðsluhöllinni á miðvikudagskvöld.
Mynd: Elvar Örn Jónsson var atkvæðamestur í kvöld með 9 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE