Knattspyrna Ný stjórn
Ný sex manna stjórn var kosin á aðalfundi knattspyrnudeildar sem fram fór í Tíbrá mánudaginn 30. nóvember. Starf deildarinnar er í miklum blóma á sama tíma og reksturinn er í góðu jafnvægi. Á fundinum létu formaður Óskar Sigurðsson og varaformaður Þorsteinn Magnússon af störfum eftir farsæla stjórnarsetu á mestu uppgangstímum knattspyrnudeildar Selfoss sem státar að glæsilegu liði í Pepsi-deildinni og atvinnumönnum um víða veröld.
Adólf Ingvi Bragason var kjörinn nýr formaður deildarinnar en auk hans skipa stjórnina Sævar Þór Gíslason gjaldkeri, Einar Karl Þórhallsson ritari ásamt Þórhildi Svövu Svavarsdóttur, Jóni Steindóri Sveinssyni og Ingþóri Jóhanni Guðmundssyni meðstjórnendum. Varamenn eru Árni Hilmar Birgisson, Guðmundur Karl Sigurdórsson, Hjalti Þorvarðarson, Jósep Anton Skúlason, Sveinn Ingvason og Sævar Sigurðsson.
Myndatexti:
Ný stjórn að loknum aðalfundi. Neðri röð f.v. Þórhildur Svava, Adólf Ingvi og Jón Steindór. Efri röð f.v. Ingþór Jóhann, Einar Karl og Sævar Þór.
Mynd fyrir neðan af stjórn og varastjórn. Neðri röð f.v. Þórhildur Svava, Ingþór Jóhann, Einar Karl, Adólf Ingvi, Jón Steindór, Sævar Þór. Efri röð f.v. Sveinn, Sævar, Jósep Anton, Árni Hilmar og Hjalti. Á myndina vantar Guðmund Karl.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/GJ