Ólafur til liðs við Selfyssinga

Ólafur Guðmundsson HSK
Ólafur Guðmundsson HSK

Frjálsíþróttamaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur tilkynnt að hann muni keppa undir merkjum Umf. Selfoss á komandi keppnistímabili og verður hann löglegur með nýju félagi 11. janúar skv. heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.

Ólafur, sem var liðsstjóri HSK-liðsins í frjálsum á Landsmóti UMFÍ síðastliðið sumar og jafnframt stigahæsti karlinn í frjálsíþróttakeppni mótsins, færir sig um set innan HSK, úr Umf. Laugdælum í Umf. Selfoss. Hann er öllum hnútum kunnugur á Selfossi enda fæddur og uppalinn hjá Ungmennafélaginu auk þess sem hann hefur þjálfað frjálsar og verið drifkraftur í starfi félagsins um langa hríð.

Ungmennafélag Selfoss býður hann velkominn til keppni og hlakkar til ánægjulegs og árangursríks samstarfs.

---

Ólafur á verðlaunapalli á Landsmótinu 2013.
Mynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl