Rannís
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Íþróttasjóð Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Ungmenna- og íþróttafélög og aðrir sem starfa að íþróttamálum og útbreiðslu eða fræðsluverkefnum og rannsóknum á sviði íþrótta geta lagt inn umsókn um styrk úr sjóðnum fyrir næsta ár.
Umsóknarfrestur er til 1. október næstkomandi.
Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni sem bæta íþróttaaðstöðu og stuðla að eflingu íþróttastarfs. Á meðal verkefna sem hafa hlotið styrki eru kaup á dómarakerfi fyrir Dansíþróttasamband Íslands, kynning á ringó, endurnýjun á æfingadýnum, kaup á öryggisbúnaði í fimleikasal og langtímarannsókn á þróun hreyfingar og íþróttaiðkun ungra Íslendinga.
Upplýsingar um Íþróttasjóð