handbolti-einar-sverrisson
Selfyssingar tóku á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í gær.
Selfyssingar leiddu leikinn allan tímann og höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik 17-13 eftir góða innkomu Einars Ólafs Vilmundarsonar sem lokaði markinu á lokakafla fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt og þegar upp var staðið báru heimamenn sigur úr bítum með 31 marki gegn 25.
Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is og viðtal við Stefán þjálfara á vefnum FimmEinn.is.
Athygli vakti í leiknum að ellefu útileikmenn Selfoss komust á blað og var Einar Sverrisson markahæstur með 9 mörk, Hergeir Grímsson skoraði 6, Elvar Örn Jónsson 4, Andri Már Sveinsson 3, Guðni Ingvarsson og Teitur Örn Einarsson 2 og Sverrir Pálsson, Alexander Már Egan, Eyvindur Hrannar Gunnarsson, Haukur Þrastarson og Guðjón Ágústsson skoruðu allir eitt mark. Einar Ólafur varði 13 skot og Helgi Hlynsson 4.
Að loknum þrettán umferðum er Selfoss í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig. Næsti leikur strákanna er á Akureyri fimmtudaginn 1. desember kl. 19:30.
---
Einar Sverrisson átti stórleik fyrir Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Jóhannes Ásgeir Eiríksson