Ósigur í Safamýrinni

DSC04988
DSC04988

Stelpurnar töpuðu fyrir sterku liði Fram U í Safamýrinni í dag þegar liðin mættust í annari umferð Grill 66 deildar kvenna. Lokatölur urðu 36-24.

Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik þó að Framarar hafi ávallt verið skrefi á undan. Staðan í hálfleik var 15-13. Framstelpur byrjuðu seinni hálfleik betur og juku hægt og rólega forskot sitt í 10 mörk, 29-19. Selfyssingar áttu engin svör við sterku liði Fram og lokatölur voru 36-24.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Lara Zidek 7, Ivana Raickovic 4, Elín Krista Sigurðardóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Ragnheiður Grímsdóttir 1.

Varin skot: Henriette Östergaard 12 (34%) og Lena Ósk Jónsdóttir 2 (13%).

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fjölni/Fylki, sunnudaginn 11. október kl 19:30 í Hleðsluhöllinni.


Mynd: Úr leik Selfoss og Fjölnis/Fylkis á Ragnarsmóti kvenna
Umf. Selfoss / ÞRÁ