synum-karakter-auglysing
Ráðstefnan Sýnum karakter - Allir með fer fram þann 29. september nk. Ráðstefnan er tileinkuð ungu fólki innan íþróttahreyfingarinnar. Þátttakendur eru á aldrinum 13-25 ára, 60+ ungmenni og 20+ einstaklingar starfandi eða í stjórnum í íþróttahreyfingunni.
Markmiðið er að varpa frekara ljósi á ástæður þess að ungmenni velja að hætta þátttöku í íþróttum. Af hverju er þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna minni? Hvers vegna hætta ungmenni að taka þátt og hvað getur íþróttahreyfingin gert til að koma í veg fyrir þessa þróun? Hvernig er hægt að virkja þá sem hætta íþróttaiðkun til annarra starfa innan íþróttanna, t.d. sem þjálfari, dómari, sjálfboðaliði eða stjórnarmaður?
Markmið verkefnisins er að hvetja stjórnendur íþróttahreyfingarinnar til að auka samtal og samráð við ungmenni og finna leið til að auka þátttöku ungs fólks í starfinu.
Boðið er upp á að greiða fyrir flug og ferðakostnað. Þátttakendur fá uppáskrifað bréf um þátttökuna þar sem óskað er eftir leyfi úr skóla þennan dag (föstudag). Horft er á þetta sem óformlegt nám. Ráðstefnan er styrkt af Erasums+ og evrópu unga fólksins. Allir þátttakendur fá viðurkenningu og staðfestingu á þessu óformlega námi.
Ráðstefnan er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands, ásamt verkefninu Sýnum karakter.
Nánari upplýsingar veita: Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, s. 514-4000/ragnhildur@isi.is og Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, s. 540-2905 og sabina@umfi.is.