Sæti í milliriðlum U19 tryggt

Fjórir Selfyssingar í U19
Fjórir Selfyssingar í U19

Selfoss átti fjóra leikmenn í U19 ára liði Íslands sem lék í undankeppni EM í Litháen í seinustu viku. Þetta voru Hrafnhildur Hauksdóttir, sem jafnframt var fyrirliði liðsins, Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Katrín Rúnarsdóttir og Erna Guðjónsdóttir.

Ísland komst áfram í milliriðla eftir sigra á Litháen 8-0 og Króatíu 1-0. Liðið tapaði svo lokaleik sínum gegn Spánverjum 1-2, og kom sigurmark leiksins í uppbótartíma

Í fyrsta leiknum gegn Litháum voru Hrafnhildur og Erna í byrjunarliðinu en Katrín kom inn á sem varamaður.

Gegn Króatíu voru Hrafnhildur og Bergrún í byrjunarliðinu og Katrín kom aftur inn á sem varamaður.

Í seinasta leiknum var Hrafnhildur ein Selfyssinga í byrjunarliðinu en Bergrún og Erna komu inn á sem varamenn.

Spánn og Ísland hafa tryggt sér sæti í milliriðlum keppninnar en úrslitakeppnin fer fram í Ísrael á næsta ári.

---

F.v. Hrafnhildur Hauksdóttir, Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Katrín Rúnarsdóttir og Erna Guðjónsdóttir.
Mynd: Umf. Selfoss/Tómas Þóroddsson