Sætur sigur í Mosfellsbænum

Haukur Þrastarson
Haukur Þrastarson

Selfoss vann eins marks sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ eftir dramatískan lokakafla, 28-29.

Jafnt var í byrjun leiks en fljótt sigu Selfyssingar fram úr og leiddu í hálfleik með fjórum mörkum, 12-16. Mest komust Selfyssingar sex mörkum yfir í seinni hálfleik.  Afturelding náði hins vegar að saxa á forskot Selfyssinga í seinni hálfleik og var munurinn fljótt kominn niður í eitt mark. Afturelding náði síðan að jafna í 26-26 þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá tók við dramatískar lokakafli sem endaði með því að Haukur Þrastarson kom Selfoss í 28-29, Afturelding hafði nokkrar sekúndur til að jafna en Pawel kom til bjargar og niðurstaðan eins marks sigur.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 10, Atli Ævar Ingólfsson 6, Elvar Örn Jónsson 5, Einar Sverrisson 3, Hergeir Grímsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Guðni Ingvarsson 1, 

Varin skot: Pawel Kiepulski 7 (30%) og Sölvi Ólafsson 4 (25%).

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is og Mbl.is. Leikskýrslu má sjá hér.

Næsti leikur strákanna er heimaleikur gegn ÍBV mánudaginn n.k. Stelpurnar eiga  hins vegar heimaleik á morgun gegn KA/Þór kl. 20:00. Frítt er inn á leikinn og hvetjum við alla Selfyssinga að mæta og styðja stelpurnar í lokaátökunum í Olísdeildinni
____________________________________
Mynd: Haukur Þrastarson var heitur í kvöld með 10 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE