Frjálsar - Grýlupottahlaup 2016
Góð þátttaka var í næstsíðasta Grýlupottahlaupi ársins sem fram fór á Selfossvelli laugardaginn 21. maí. Bestum tíma hjá stelpunum náði Lára Björk Pétursdóttir, 3:14 mín og hjá strákunum var það Dagur Fannar Einarsson sem hljóp á 2:58 mín.
Öll úrslit úr hlaupinu má finna á vef Sunnlenska.is.
Sjötta og seinasta hlaup ársins fer fram nk. laugardag 28. maí og er hluti af 80 ára afmælishátíð Ungmennafélags Selfoss og hreyfiviku UMFÍ. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.
Vegalengd Grýlupottahlaupsins er 850 m. Hlaupið er frá stúku knattspyrnuvallar, Engjaveginn, beygt inn hjá Gesthúsum og endað á frjálsíþróttavellinum.
Að loknum sex hlaupum eru tekinn saman besti árangur úr samanlögðum fjórum hlaupum og veitt verðlaun. Verðlaunaafhending fer fram 4. júní klukkan 11 í Tíbrá.
—
Mynd úr fyrra hlaupi ársins 2016
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ